Um Okkur
Matstöðin sérhæfir sig í heiðarlegum heimilismat fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við erum með veitingarsal sem tekur 160 manns í sæti en sendum einnig heim í gegnum aha og wolt heimsendingarþjónustu.
Við bjóðum einnig upp á víðtæka fyrirtækjaþjónustu og sendum tilbúin mat til fyrirtækja og hópa á höfuðborgarsvæðinu.
FERKST HRÁEFNI
Við leggjum áherslu á gott, fjölbreytt og ferskt hráefni.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Afslappað andrúmsloft og vinalegt starfsfólk.
FRÁBÆR VERÐ
Þú færð eins mikið og þú getur í þig látið á frábæru verði.
Matseðill vikunnar
14. júlí til 19. júlí
MÁNUDAGUR
Heilsteiktur lambaframpartur með smælki og piparsósu.
Kjötbollur í brúnni sósu með kartöflumús.
Steiktur fiskur í raspi með bræddu smjöri, remúlaði og léttsteiktum lauk.
Vegan: spaghetti bolognese.
Súpa: Aspassúpa.
ÞRIÐJUDAGUR
Heilsteikt grísafillet með timían smælki og villisveppasósu.
Rjómalagað skínku og beikon pasta með fersku salati og hvítlauksbrauði.
Plokkfiskur og rúgbrauð.
Vegan: falafel wasabi salat.
Súpa: íslensk kjötsúpa.
MIÐVIKUDAGUR
Bayonne skínka með sykurbrúnuðum kartöflum og rauðvínssósu.
Kjúklinga kebab með frönskum kartöflum og kokteilsósu.
Þorskur í massaman karrý með fersku salati, hrísgrjónum og nanbrauði.
Vegan: Djúpsteiktir blómkálsvængir með frönskum kartöflum og buffalosósu.
Súpa: Mexíkó kjúklingasúpa.
FIMMTUDAGUR
Hægeldaðar kalkúnabringur með brauðfyllingu, sætkartöflumús og salvíu bættri sveppasósu.
BBQ grísarif með frönskum kartöflum og hvítlaukspiparsósu.
Nætusöltuð ýsa með hamsatólg.
Vegan: borgari og franskar með chilli mayo.
Súpa: gúllashsúpa.
FÖSTUDAGUR
Lambalæri með bernaise.
Grísakótilettur í texas BBQ með smælki og sveppasósu.
Pulled pork samloka með sultuðum rauðlauk, frönskum kartöflum og
hvítlaukspiparsósu.
Gratineraður þorskur í rjómalagaðri ostasósu.
Vegan: vorrúllur með hrísgrjónum og sweet chilli sósu.
Súpa: kakósúpa.
LAUGARDAGUR
Lambakótilettur í raspi með bræddu smjöri og léttsteiktum lauk.
Léttreyktar grísakótilettur með sykurbrúnuðum kartöflum og rauðvínssósu.
Úrbeinuð piri piri kjúklingalæri með hrísgrjónum og sweet chilli sósu.
Pizzuhlaðborð.
SS pylsur með öllu.
Djúpsteiktur fiskur og franskar.
Vegan: pizza.
Súpa: sveppasúpa.